Færsluflokkur: Bloggar
Jæja þá er þessum viðburðaríka og skemmtilega tíma að ljúka hér í Köben. Sverrir frændi min, sem er auðvita sá langflottasti, er orðin verkfræðingur. Við ( Sirrý,Teddi,Bryndís, Gunnar, Shandrika,Isarr, Jóhanna , ég og konan hans Kára svo voru ýmsir vinir og vandamenn) vorum öll viðstödd kynninguna hjá þeim félögum og svo spurningaflóðið sem dundi á þeim á eftir. Þetta tók 80 mín. Hann og Kári félagi hans fengu 12 í einkun. Betra getur það ekki orðið. Við fórum öll saman (hela familjen) út að borða. Els heitir veitingastaðurinn og hann er með sögu. s.s. opnaði ekki í gær. Maturinn var rosalega góður. Ég og fleiri fengum okkur sverðfiska carpacio í forrétt, svakalega gott. Aðalrétturinn var krónhjartar kjöt, það bara bráðnaði á tungunni. Allt var þetta toppað með eftirrétti sem var Crem brulé . Góður endir á frábærum degi.
Bloggar | 11.11.2007 | 21:36 (breytt kl. 21:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hér er maður eins og blóm í eggi hjá Sveinbjörgu og Steina, þau eru nú algjörlega einstök og bera mann á höndum sér. Í dag fórum við ( Sirrý, Sveinbjörg og ég) í smá shopping ég var nú aðalega í jólagjöfum þannig að ekkert verður uppgefið hér. Sirrý býr úti á Amager hjá ættarlauknum( Teddi bróðir hans kallar hann það) þangað fórum við með stóru syss og fengum okkur kaffi, það var notalegt. Við fórum svo heim, elduðum kjúkling og þegar Steini var kominn heim borðuðum við og höfum það huggulegt.
Ég er óneitanlega orðin spennt fyrir morgundegnum, Teddi var að hringja og við mæltum okkur mót. Hann verður á bíl og ég fer með þeim út í háskólann í Lyngby. Dagurinn á morgun verður allur fyrir Sverrir Grím og já, ekki má gleyma að taka myndavélina. Á laugardag er stór markaður á Halmtorvet þangað ætla ég og Sveinbjörg. Áður fyrr voru greiðviknar konur sem stóðu þar í röðum en nú held ég að þær séu meira innann dyra. Vonum bara að þæri hafi það betra núna. Danir hafa leift þessa starfsemi?????????? Svona er lífið í Danmörku í dag.
Ég er óneitanlega orðin spennt fyrir morgundegnum, Teddi var að hringja og við mæltum okkur mót. Hann verður á bíl og ég fer með þeim út í háskólann í Lyngby. Dagurinn á morgun verður allur fyrir Sverrir Grím og já, ekki má gleyma að taka myndavélina. Á laugardag er stór markaður á Halmtorvet þangað ætla ég og Sveinbjörg. Áður fyrr voru greiðviknar konur sem stóðu þar í röðum en nú held ég að þær séu meira innann dyra. Vonum bara að þæri hafi það betra núna. Danir hafa leift þessa starfsemi?????????? Svona er lífið í Danmörku í dag.
Bloggar | 8.11.2007 | 19:55 (breytt kl. 20:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hér sit ég í góðu yfirlæti hjá mínum kæru vinum Boggu og Steina. Þau búa í æðislegri íbúð úti á Fredriksberg.
Ástæðan fyrir veru minni hér er að hann Sverrir Grímur Gunnarsson frændi minn er að útskrifast sem master í verkfræði og það er eitthvað sem mér finnst að eigi að halda uppá. Nú á föstudag þá er hann orðin fullgildur verkfræðingur. Hann hefur þegar ákveðið að fara áfram í doktorinn (maður má nú vera ánægður með hann.) Hann þessi elska, sem er bara flottastur, verður 30 ára seinna í mánuðnum. Hingað erum við systur komnar og notum tímann vel saman. Við förum í búðir, borðum fáum okkur hvítvín og látum okkur líða vel. Það er meiriháttar að vera með Sirrý systir í útlöndum, við höfum gert það áður og alltaf vel lukkað. Sveinbjörg vinkona mín er með bloggsíðu og hvatti mig til að gera það sama, hún hjálpaði mér líka að komast af stað. Auðvita verður hún fyrsti blogg vinur minn.
Ástæðan fyrir veru minni hér er að hann Sverrir Grímur Gunnarsson frændi minn er að útskrifast sem master í verkfræði og það er eitthvað sem mér finnst að eigi að halda uppá. Nú á föstudag þá er hann orðin fullgildur verkfræðingur. Hann hefur þegar ákveðið að fara áfram í doktorinn (maður má nú vera ánægður með hann.) Hann þessi elska, sem er bara flottastur, verður 30 ára seinna í mánuðnum. Hingað erum við systur komnar og notum tímann vel saman. Við förum í búðir, borðum fáum okkur hvítvín og látum okkur líða vel. Það er meiriháttar að vera með Sirrý systir í útlöndum, við höfum gert það áður og alltaf vel lukkað. Sveinbjörg vinkona mín er með bloggsíðu og hvatti mig til að gera það sama, hún hjálpaði mér líka að komast af stað. Auðvita verður hún fyrsti blogg vinur minn.
Bloggar | 7.11.2007 | 20:55 (breytt 8.11.2007 kl. 19:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar